Sikkópattar í stjórnarstöđum?

Siđblindir einstaklingar eru góđir í ađ fela röskunina
Siðblindir sækjast  frekar í stjórnarstöður og eru líklegri til þess að hljóta stöðurnar en aðrir samkvæmt rannsóknum.


Alveg síðan hrunið skall á með öllum sínu veldi hafa margir landsmenn misst háar fjárhæðir þegar lán þeirra stökkbreyttust og- eða ömurlegt gengi krónunnar gerði það að verkum að draga var verulega úr kostnaði heimilanna. Eins og þruma úr heiðskíru lofti hafði skollið á ástand sem enginn kunni skil á. Fólki fannst að sér vegið og mikil reiði braust út í formi mótmæla. Komin var upp ólga og pirringur í þjóðarsálina og þjóðin vildi finna einhvern sem hægt var að draga til ábyrgðar. Þjóðin heimtaði útskýringu en hvert sem var leitað var yppt öxlum og bent í aðrar áttir. Einstaka stjórnmálamenn og stundum heilu ríkisstjórnirnar bentu á útrásarvíkinga sem bentu svo til baka og þannig hefur þetta verið síðan. 

Engin vill axla ábyrgð og það er engum að kenna hvernig fór, eða allavega samkvæmt þeim. Þjóðin varð leið á þessum eilífðar afsökunum, gafst upp og lét sig hafa það að láta vaða yfir sig. Það má eininglega segja að þjóðin hafi gleymst meðan ráðamenn landsins héltu áfram að benda í allar áttir og finna ímyndaðan sökudólg.

Ríkisstjórnin kennir óhæfum stjórnarmönnum um, segir þeim upp og ræður álíka óhæfa menn í ýmsar ábyrgðarfullar stöður. Þessi endalausi „bendi-leikur“ mun halda áfram þar til við áttum okkur. Eru þeir sem sátu í valdastöðum fyrir hrun og þau 4 ár sem liðin eru frá því fullkomlega ómeðvitaðir um ástand borgara í landinu? Getur engin þeirra sett sig í spor þeirra sem í algjöru ósanngirni sjá fram á það að borga af lánum allt sitt líf? Þeirra sem hafa ekki efni á því að gefa börnum sínum jólagjafir eða umfram allt þeirra sem leita þurfa aðstoðar hjálparstofnanna til þess eins að nærast?

Eftir að hafa sjálfur kynnst af eigin raun þessu ósanngirni og lygasama atferli sem virðist ríkjandi í hegðun sumra manna þá fór ég að lesa mér til um hvort þetta siðlausa hátterni ætti sér einhverja útskýringu. Það að geta ekki sett sig í spor annara og fundið til með öðrum á nokkurn hátt fannst mér hreinlega ekki vera samkvæmt eðli mannskepnunnar og það hlyti að vera til einhverskonar skýring á þessu atferli. Það var þá sem ég datt niður á efni um persónuleikaröskunina siðblindu eða psychopathiu:

„Stórmennskuhugmyndir siðblindra birtast í lýsingum þeirra á sjálfum sér. En þegar þeir tala um aðra er venjan að ásaka þá og segja þeim hversu hræðilega þeir koma fram við þá. Siðblindir taka enga ábyrgð og nota aldrei orðalagið „Mér þykir þetta leitt“ eða „Ég biðst afsökunar“. Vandinn liggur ævinlega hjá einhverjum öðrum en þeim. Uppáhaldsorð þess siðblinda er „Ég“ því hann hefur yfirdrifið sjálfsálit, telur að heimurinn snúist um sig og hann sé nafli alheimsins. Hann hrósar sjálfum sér heilmikið og virðist fullur hroka.
Hann lýgur að þér til að ná fram sínu og ber enga virðingu fyrir tilfinningum eða rétti annarra. Loforð hafa enga merkingu fyrir hann nema þau þjóni einhverjum tilgangi fyrir hann og þarfir hans.“

Eftir því sem ég las meir áttaði ég mig á því að kannski er siðblinda algengari á Íslandi en við gerum okkur grein fyrir og þá kannski sérstaklega hjá þeim sem gegna stjórnarstöðum. Samkvæmt rannsóknum eru um 3000-4000 Íslendinga með persónuleikaröskunina og er siðblindu oft ruglað saman við leiðtogahæfileika því eru þeir oftar ráðnir til valdastaða.  Óreglubundið starfsumhverfi  hefur þróast á Íslandi undanfarin ár þar sem skipt er æ oftar um fólk í stjórnarstöður og gerðar meiri kröfur um að stjórnarmenn séu áhættusæknir og taki skjótar jafnvel harðsvífaðar ákvarðanir. Þó svo að flestir sem myndu taka þessar ákvarðanir myndu gera það í samráði við eigin samvisku myndu þeir sem haldnir eru siðblindu ekki skeyta neins um tilfinningar eða stöðu annara. Ábyrgðarstöður þar sem þarf að taka stórar erfiðar ákvarðanir eru því hentugar fyrir siðblinda einstaklinginn. Samkvæmt Nanna Briem geðlækni finnast siðblindir æ oftar í stjórnarstöðum fyrirtækja eftir efnahagshrunið.

Samkvæmt lögum verða lögreglumenn ,slökkviliðsmenn og þeir sem taka óbeint ábyrgð á lífi okkar  að gangast undir próf þar sem skimað er eftir einkennum siðblindu.  Mér finnst áhugavert að þeir sem gegna mikilvægum stjórnarstöðum í samfélagi okkar, þeir sem stjórna því hvort við eigum í okkur og á sé frjálst að vera eins siðblindir í starfi sínu og þeim listir.

Mergur málsis er sá að hvort sem sá siðblindi er sundþjálfari barna þinna eða forsætisráðherra lands þíns þá er þetta veiki sem ber að taka alvarlega og þá sérstaklega hjá þeim sem gegna stöðum þar sem siðferði og samkennd ættu að vera skilyrði.

Þekkir þú einhvern siðblindann?

Tekið skal fram að ekki er hægt að brúka gátlistann á sjálfan sig. Siðblindingi er svo siðblindur að hann blekkir sjálfan sig svo rækilega að hann hefur ekki hugmynd um siðblindu sína. Þvert á móti telur siðblindinginn sig vera með gott og heilbrigt siðferði.

Persónueinkenni siðblindingja(sækópata / border line):

_ Á auðvelt með að koma vel fyrir og gefa af sér góðan þokka

_ Er sjálfmiðaður og telur sig vera mikilvægan

_ Sækir í hvatningu og örvun. Annars leiðist honum.

_ Beitir blekkingum og lygum eins og ekkert sé eðlilegra

_ Svíkur og svindlar eins og það sé sjálfsagðasti hlutur í heimi

_ Iðrast varla eða einskis og finnur vart til samviskubits þegar gerðir hans bitna á öðrum

_ Sýnir lítil sem engin tilfinningaviðbrögð við óförum annarra

_ Er harðbrjósta og á erfitt með að finna til samúðar

_ Laginn við að notfæra sér annað fólk hvort sem er fjárhagslega eða á annan hátt

_ Hömlulaus á mörgum sviðum

_ Lauslátur og óábyrgur í kynferðismálum

_ Á einhver hegðunarvandamál að baki

_ Hefur ekki þolinmæði né skilning á langtímamarkmiðum. Hlutirnir verða að gerast strax.

_ Hvatvís lífstíll

_ Kennir öðrum um

_ Ástarsambönd endast ekki til lengri tíma

_ Lenti í vandræði á unglingsárum

_ Brýtur boð og bönn og skilorð þegar um slíkt er að ræða

_ Brot hans eru ekki bundin við eitthvað tiltekið svið. Þau spanna ýmis svið.

Við hvert atriði skal merkja tölustaf: 2 (algjörlega) eða 1 (að hluta) eða 0 (alls ekki). Síðan eru stigin talin saman.

0 - 10 stig = Það er allt í fínu með siðferðisvitund þína.

11 - 17 stig = Þú hefur persónuleikagalla en ert ekki siðblind/ur.

18 - 29 stig = Þú ert siðblind/ur og þarft að leita þér hjálpar.

30 - 36 stig = Þú ert fárveik/ur. Bullandi siðblind/ur og hættuleg/ur samfélaginu.

 

Heimildir:

http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1014155/

http://www.hirsla.lsh.is/lsh/bitstream/2336/90881/1/G2009-01-38-G5.pdf

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir