Sitja allir við sama borð?

mynd: google.com
Ég fór á áhugaverðan fyrirlestur á félagsvísindatorgi Háskólans á Akureyri. Þar flutti Guðmundur Ævar Oddsson erindi undir yfirskriftinni: Hugmyndir um stéttleysi Íslendinga. Mjög áhugavert erindi sem fékk mig til að hugsa um það hvort gæðum hér á landi sé skipt þannig að allir sitji við sama borð?

Aðalfréttir fjölmiðla fyrir jólin voru fréttir af fólki sem átti ekki fyrir jólamatnum, jólagöfum eða öðru. Mjög sorgleg staðreynd að fólk sé svona illa statt og ekki auðvelt skref að þurfa að leita hjálpar hjá hjálparstofnunum. Með þetta í huga fór ég að velta fyrir mér fjölskyldunni því hún er jú sú eining sem stendur mér næst í dag og er mér hugleikin. Við sem fjölskylda gerum margt skemmtilegt saman okkur til afþreyingar og skemmtunnar en það sem við leyfum okkur ekki nema örsjaldan eru bíó og leikhúsferðir. Við erum fimm í minni fjölskyldu en yngsta er rétt orðin 2 .ára og því ekki farin að fara með okkur í bíó né leikhús.

 En ég fór að kanna hvernig landið lægi í þessum málum núna varðandi kostnað. Ég komst að því að bíómiðar fyrir fjögurra manna fjölskyldu kosta einhverstaðar á bilinu 2200 til 5200 krónur. Miðaverðið ræðst af því t.d hvort myndin er í 3d eða ekki og mörg bíó bjóða upp á sparbíó, þá er miðinn mun ódýrari, á vissum sýningartímum. Miðar í leikhús hinsvegar kosta á bilin 7000-15000 þúsund og veltur verðið hér einnig á því á hvaða sýningu er verið að fara og hvort hún sé búin að vera lengi í sýningu eða ekki. En þetta eru jú bara miðverðin og á eftir að reikna inn í þetta nammi, gos, svala eða popp (nú eða þetta allt saman).þannig að bíó eða leikhúsferð fyrir fjögurra manna fjölskyldu gæti verði á verðbilinu 5 til 20 þúsund. Ég svo sem veit ekki um aðra en fyrir mig og mína eru bíó og leikhúsferðir með fjölskyldunni lúxus sem er ekki í boði nema einstöku sinnum. Þannig að það er ljósta allavega af þessari athugun að það er ekki á færi allra að fara með fjölskyldunna í bíó eða leikhúsferð og er það að mínu mati ekki góð þróun. Allavega ekki í sambandi við leikhúsferðir því það er jú mikil upplifun fyrir barn að fara og fá að sjá lifandi sýningu á sviði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir