Sjóræningjavíkin mætir fyrir rétt

Tveir af stofnendum Piratebay
Flestir sem nota netið til fleiri hluta en að skoða Landpóstinn vita líklega hvaða fyrirbæri ThePirateBay er. Vefsíðan er orðinn einn stærsti “torrent” vefur heims og hefur fjöldi þeirra sem sótt hafa skrár gegnum síðuna farið yfir 25 milljónir. Stofnendur síðunnar mættu fyrir rétt í dag, ákærðir fyrir að hjálpa fólki að nálgast ólöglega afritað efni. Sjóræningjarnir Gottfrid Svartholm Warg og Fredrik Neij stofnuðu ThePirateBay árið 2003 og hafa vinsældir hennar vaxið stöðugt síðan. Í dag hefur síðan um 3.4 milljónir skráða notendur. Á hverjum degi eru sendar inn mörg hundruð torrent skráa. Allar líkur eru á því að þessi straumur skráa muni stöðvast von bráðar þegar dómur fellur í málinu.

Þeir Gottfrid og Fredrik hafa statt og stöðugt haldið því fram að þeir séu ekki að hagnast á rekstri síðunnar, heldur fari allur hagnaður af auglýsingasölu í kostnað. Menn hafa hinsvegar komist að öðru og hafa komið í ljós sönnunargögn um þónokkurn hagnað af rekstrinum sem geymdur er á bankareikningum erlendis.

Þrátt fyrir lögsóknina er ekki að sjá að sjóræningjarnir séu að bugast. Á blaðamannafundi sagði Gottfrid: “Hvað ætla þeir að gera? Þeir hafa áður reynt að loka síðunni án árangurs. Leyfum þeim að reyna það aftur.”

Ljóst er að ef að dómurinn fellur ákæruvaldinu í vil mun það marka tímamót í heimi skráarflutninga, þar sem að ThePirateBay hefur verið álitin ósnertanleg að mati þeirra sjálfra sem og annara og er spurning hvort að þeim sem halda úti svipuðum síðum fari ekki að hugsa sinn gang.

Heimildir:
Times Online
vnuNet.com
Wikipedia

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir