Ofbeldi Tomma og Jenna

Nýlega las ég grein á netinu eftir breska húsmóður. Hún sagðist muna eftir því frá eigin æsku, að teiknimyndaþættirnir um Tomma og Jenna hafi verið hin besta skemmtun. Viðhorf hennar til kattarins og músarinnar hafi þó breyst þegar hún sjálf eignaðist börn.


Þegar umrædd húsmóðir horfði á Tomma og Jenna með börnum sínum, áttaði hún sig á því hvað þessir kunningjar okkar beita miklu ofbeldi. Eftir að hafa fylgst með börnum sínum engjast um af hlátri yfir hrakförum Tomma, þorði mamman ekki annað en að fela straujárn, hnífapör og annað sem börnin gætu skilgreint sem vopn, samkvæmt Tomma og Jenna.

 

Næstu daga fylgdist konan með leikjum barnanna. Hún bjóst við því að þau tækju upp leiki kattarins og músarinnar, færu að nota hina ýmsu hluti til að lumbra hvert á öðru. Ekki varð þó af því, þar sem vörnin héldu áfram að leika sér eins og þau höfðu gert áður. Þegar þarna var komið við sögu stakk breska húsmóðirin upp á því að kannski er það ekki bara það sem börnin sjá sem hefur áhrif á þau. Kannski þola börnin alveg að sjá óæskilegt efni, svo lengi sem þau skilji á milli raunveruleika og skáldskaps og þekki muninn á réttu og röngu.

 

Þótt margar rannsóknir bendi til þess að óæskilegt efni (þá er aðallega átt við ofbeldi) í fjölmiðlum ýti undir óæskilega hegðun barna. Þessi saga gefur tilefni til að velta því aðeins fyrir sér hvað það er sem virkilega hefur áhrif. Er það efnið sem börnin sjá í sjónvarpinu, eða kannski sú fræðsla sem börnin fá hjá sínum nánustu?


- HH


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir