Skćđ pest herjar á Vestfirđinga

Fjórđungssjúkrahúsiđ á Ísafirđi
Búið er að loka fyrir heimsóknir almennings á legudeild og öldrunardeild á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði, en sjúkrahúsið sjálft er opið. Ástæðan er skæð magapest með uppköstum, sem lagðist á íbúa Bolungarvíkur fyrir skömmu og hefur nú borist til Ísafjarðar.


Aðstandendur hafa ekki getað heimsótt ættingja sína, en pestin gengur fljótt yfir og tekur aðeins sólarhring. Gera má ráð fyrir svipaðri útbreiðslu og gerðist í Bolungarvík, þar lagðist meiri hluti bæjarfélagsins, en smit gengur hratt á milli fólks. Ekki náðist í framkvæmdastjóra við vinnslu fréttar, en hann var á fundi.

Ingibjörg Snorra


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir