Skál í bođinu

Lars Lagerbäck landsliđsţjálfari og Heimir Hallgrímsson ađstođarlandsliđsţjálfari skála fyrir umspilssćtinu. Skjáskotsmynd úr vefútgáfu sćnska dagblađsins Aftonbladet.

Ég er alveg að jafna mig. Árangur karlalandsliðsins, að komast í umspil til að tryggja sér sæti á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Brasilíu á næsta ári, er stórbrotinn. Jafnast á við það besta sem við höfum gert í íslensku íþróttalífi í gegnum tíðina. Ef við tryggjum okkar farseðilinn í sólarsamba næsta sumar yrði það besti árangur íslenskrar íþróttasögu. Meira að segja antiboltistar eru farnir að átta sig á því hversu glæsilegur árangur þetta er.

Sem forfallinn fótboltafíkill, sem dettur ekki einu sinni í hug að íhuga það að fara í meðferð, er gaman að segja frá því að ég lagði mitt af mörkum til þessa stórkostlega árangurs! Alla vega eitthvað, kannski pínu pons, eða þannig.

Mitt í öllum fagnaðarlátunum rifjaðist nefnilega upp fyrir mér tölvupóstur sem ég sendi á Geir Þorsteinsson formann KSÍ fyrir tveimur árum þar sem staða landsliðsins var mér og fleirum mikið áhyggjuefni eftir glórulausa frammistöðu leik eftir leik. Ég gróf póstinn upp og hann var sendur 11. ágúst 2011 kl. 09:44, og var svona:

„Sæll Geir.
Nú er fjandinn laus eftir leikinn í gær. Kannski með réttu. Gengi landsliðsins er farið að skaða fótboltann á Íslandi.
Ég met stöðuna þannig að nú þurfum við að fá útlenda þjálfara strax. Lars Lagerbäck væri fyrsti kostur. Tommy Söderberg er góður. Spurning með Jon Dahl Tomasson, hann er aðstoðarþjálfari hjá Excelsior – stórt nafn. Peter Bonde, aðstoðarlandsliðsþjálfari Dana. Eða Ebbe Sand sem er líka í þjálfarateymi Dana.
Boltakveðjur frá Grindavík
Þorsteinn Gunnars"

Tveimur mánuðum síðar var Lars Lagerbäck ráðinn sem landsliðsþjálfari. Geir myndi auðvitað aldrei vilja viðurkenna að hann ætti ekki hugmyndina að hafa leitað til Lars Lagerbäck. Enda er mér nokk sama. Það dugir mér að vita það að ég er miðill, í víðustu merkingu þess orðs - og Ísland er á leiðinni á HM.

Þorsteinn Gunnarsson


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir