Skallaði Leigubílstjóra

Þrír menn réðust á leigubílstjóra í Garðabæ aðfaranótt sunnudags með þeim afleiðingum að þrjár tennur brotnuðu.  Bílstjórinn var að snúa við á bílaplani við Fjölbrautaskólann í Garðabæ þegar tveir menn birtust, vel klæddir og snyrtilegir. Annar mannanna sparkaði í bifreiðina og bílstjórinn fór út og veitti þeim eftirför er þeir reyndu að flýja af vettvangi. Þegar bílstjórinn hafði náð mönnunum tveimur kom þriðji maðurinn aftan að honum og skallaði bílstjórann með fyrrgreindum afleiðingum.  Bílstjórinn hringdi neyðarhnappi í bílnum sem er beintengdur við lögregluna og reyndi að fylgja þeim eftir þar til lögreglu bæri að garði en missti að lokum sjónar á mönnunum. Lögreglan kom á staðinn 15 mínútum eftir að bílstjórinn hafði óskað eftir aðstoð. 
Leigubílstjórinn sér fram á háan reikning vegna tannviðgerða. Árásarmannanna er nú leitað. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir