Skíđasvćđin opin

Mynd tekin af Google.is

Skíðasvæðin í Hlíðarfjalli, Bláfjöllum og Skálafelli verða opin í dag.

Í Hlíðarfjalli verður opið milli 9 og 16 í dag, þar er hægur vindur og tveggja gráðu frost.  Í nótt snjóaði og er búið að troða átta brautir.

 Í Bláfjöllum er nú um tveggja gráðu frost, 3m/sek og heiðskýrt. Skíðasvæðið er opið frá klukkan 10-17.

Hin árlega páskamessa verður haldin klukkan 13, við Bláfjallaskála þar sem sr. Pálmi Matthíasson messar. Og að auki verður frí skíðakennsla milli klukkan 11 og 15. Í hádeginu hefst svo Bláfjallaganga á göngusvæðinu.

Í Skálafelli er bjart og fallegt veður og þar er opið milli klukkan 10 og 17 í dag og búið að troða leiðir við allar lyftur. Á svæðinu er um 8-10m/s og hitastig rétt undir frostmarki.

Um að gera að nýta þennan fallega annan dag páska til að renna sér í brekkunum.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir