Skólaferðalag á Reyki í Hrútafirði

Sigurður Orri Sigurðarson

Nýverið fór 7. bekkur Lundarskóla í skólaferðalag að Reykjum í Hrútafirði. Blaðamaður landspóstsins tók, við heimkomu krakkanna, viðtal við Sigurð Orra Sigurðarson einn af nemundunum sem fór í þessa ferð. Blaðamaður spurði stráksa út í ferðina og hvernig hann upplifði hana.

 

Hvernig var á Reykjum? "Mér fannst fínt. Skemmtilegast á kvöldvökunum útaf því að það voru t.d. fyndin leikrit og síðan var líka geðveikt gaman í fjöruferð en þar var verið að leita að kröbbum og svoleiðis og síðan fundum við kassa í fjörunni með byssum og skotfærum og kennarinn sagði að þetta gætu verið leifar frá seinni heimsstyrjöldinni."

 

"Hvað fanns þér leiðinlegast?"  "Þegar við þurftum að læra og líka þegar ég fékk heimþrá sem var reyndar alla ferðina"

 

"Værirðu til í að fara svona ferð aftur? " "Já ég væri sko alveg til í að fara svona ferð aftur, ef við þyrftum ekki að læra"

Blaðamaður þakkar Sigurði Orra kærlega fyrir viðtalið og óskar honum góðs gengis.

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir