Skortir konur sjálfstraust?

„Kona sem myndar sér ákveðin „karlastíl“ er sögð vera frekja. Ef hún heldur sig við „konustíl“ þá er hún sögð skorta sjálfstraust.“ Finnur Friðriksson dósent við Háskólann á Akureyri hefur skoðað tengsl milli málnotkunar og kynferðis.

Hann segir það staðreynd að konur tali mildara mál en karlar. 
Konur spyrja en karlar skipa. Konur sýna virkari hlustun en karlar og nota ekki sömu lýsingarorð og karlar. Þær eru mildari og blæbrigðameiri en karlar einfaldari. „Litir í huga karls eru bara gulur, rauður og grænn. Kona er með miklu fleiri afbrigði eins og ljósgulur, laxableikur og blágrænn.“

Hugmyndir manna um mismunandi málfar kvenna og karla hafa verið rannsakaðar í nokkurn tíma. Finnur segir að eftir að feminískar rannsóknir komu til sögunnar í kringum 1970 þá hafi staða og málfar kvenna verið skoðuð í meira mæli.

Stúlkur eiga oft erfitt með að komast að í skólastofunni. Drengir eru háværari og óhræddari við að koma sinni skoðun á framfæri. Konur get átt erfitt með að koma sínum skoðunum á framfæri í hópi þar sem karlar eru í meirihluta. „Karlarnir hafa ákveðið vald um umræðuefnið, þeir drepa bara þráðinn ef þeir nenna ekki að tala um það.“ Hátt sett kona sem myndar sér ákveðin „karlastíl“ fær á sig frekjustimpil. Kona sem er með „kvenlegan“ stíl er sögð skorta sjálfstraust.

Karlar taka sér stöðu sérfræðinga þegar þeir eiga í samtölum við konur. Þeir grípa fram í fyrir konum en ekki öfugt. Karlar reyna oft að þagga niður í konum í netumræðum og gefa sjálfa sig út fyrir að vera varðhunda málfrelsis. Uppbygging og tilgangur samræðna kynjanna er svipaður þegar á heildina er litið. Fótboltaspjall karla og slúður kvenna er er til þess að skapa umræðuefni.

Finnur skoðaði að gamni sínu „statusa“ á fésbókarsíðu sinni. Hann komst að þeirri niðurstöðu að konur nota svokallaða broskarla í mun meira mæli en karlar. Hann skoðaði sólahring aftur í tímann og voru um 200 „statusar“. Konur voru með 27 broskarla en karlar 8. Konur notuðu upphrópunarmerki mun oftar en karlar. Umræðuefnin hjá konum voru um hversdagsleikann, föt og tísku en karlar voru með brandara, íþróttaumræðu og tónlist. Konur áttu jafn mikinn þátt í umræðum tengdum pólitík og fréttum eins og karlar.

Þegar Finnur skoðaði athugasemdir við statusa. Það kom í ljós að fólk bregst við innleggjum hjá fólki að sama kyni eða í um 75% tilfella. „Karlar sinna innleggjum kvenna lítið nema þegar um „karllæg“ málefni er að ræða.“ Bregðist karl við innleggi karls sem er almenns eðlis er oftast um stríðni að ræða. „Það eru vissulega frávik, konur áttu það til að blóta og skammast . Heilt á litið er meira líkt en ólíkt með kynjunum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir