Skotiđ föstum skotum

Dan Perjovschi. Mynd: Rafik Lagoune.

Það er ekki oft sem ég gerist menningarleg og fer á listasöfn, en einhver menningarandi sveif yfir mig um daginn og ákvað ég að kíkja á Erró í Listasafni Reykjavíkur.  Fékk að dást að verkum hans en eignaðist í leiðinni nýjan vin.

Erró er listamaður sem ég hef haldið mikið upp á og ættu margir Íslendingar eflaust að þekkja nafnið. Verkin á sýningunni hans eru GrafíkVerk frá árunum 1949 – 2009. Myndirnar hans eru virkilega flottar og tekrukkurnar ekki síðri, en hann gaf listasafninu 7 kínverskar tekrukkur í tengslum við HönnunarMars 2012. Flott sýning. Erró er og verður alltaf flottur listamaður, það er ekki hægt að taka það af honum.

Á rölti mínu um safnið varð mér hinsvegar litið á inngang að einni sýningunni. Hún stakk svo í stúf við allt annað sem var í gangi þarna að ég hugsaði ósjálfrátt með mér að þetta hlyti að vera eitthvað gott. Ég sneri mér því í hina áttina og fór inn á sýninguna sem var á móti, viss um að ég vildi geyma þessa sýningu til góðs áður en ég færi heim. Ég sá ekki eftir því.

Sýningin sem hafði vinninginn í þessari menningarferð minni var eftir rúmenska listamanninn Dan Perjovschi, en hann er áhrifamikill innandyra grafití- og teiknimyndalistamaður sem gagnrýnir áhrifamátt fjölmiðla og markaðshyggjunnar. Þar sem hann heldur sýningar mætir hann með svartan túss og graffar á veggi, loft og gólf listasafnins, skýtur svo föstum skotum á fjölmiðla og málefni líðandi stundar. Hann hitti algjörlega í mark hjá mér enda nær hann að koma skilaboðunum á framfæri á fremur kómískan hátt. Listamaður með túss er einfalt, en svínvirkar.

Fríða María Reynisdóttir


http://www.listasafnreykjavikur.is

http://www.perjovschi.ro/


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir