Skrifa um Djáknann á Myrká

Blaðamaður tók á dögunum viðtal við Sigríði Svavarsdóttur ritara Leikfélags Hörgdæla, sem slógu svo eftirminnilega í gegn á síðasta ári með sýningunni Með Fullri Reisn í leikstjórn Jóns Gunnars Þórðarsonar.  Í Viðtalinu spyrst blaðamaður fyrir um styrk sem félagið fékk frá Menningarráði Eyþing og komandi ár hjá leikfélaginu.

Fyrir hvaða verkefni er leikfélagið af fá styrk?

Það er að fá styrk til að láta skrifa leikgerð af sögunni um Djáknann á Myrká.

Um hvað fjallar verkið?

Í stuttum máli fjallar sagan um Djákna sem bjó á Myrká í Hörgárdal,  hann átti unnustu sem hét Guðrún og  bjó á Bægisá. Eitt skipti þegar hann kemur frá henni, hefur Hörgáin rutt sig og brúin gefur sig þegar hann ríður yfir hana og hann drukknar í Hörgánni.  Framhaldið er svo að djákninn gengur aftur.

Er þetta verkefni sem þið vinnið í samstarfi við einhvern?

Já þetta verkefni er unnið í samstarfi við Jón Gunnar Þórðarson sem skrifar leikgerðina og verður jafnframt leikstjóri verksins og Skúla Gautason sem semur tónlist við verkið.

Hvernig gengur vinnan og hvenær er stefnt að því að almenningur fái að sjá verkefnið?

Vinnan er eitthvað farin af stað og stefnt er á að komin verði góð beinagrind af því í október í haust, síðan er stefnt á frumsýningu síðast í febrúar eða byrjun mars 2013

Eftir metár 2011 hjá leikfélaginu er eitthvað á döfinni næsta árið?

Venjulega setur Leikfélag Hörgdæla ekki upp leiksýningu nema annað hvert ár en núna 3 síðust ár hafa verið settar upp leiksýningar og ákveðið hefur verið að vera ekki með neina þetta árið, heldur vinna í þessu verki um Djáknann. Leikfélagið mun hins vegar standa fyrir allskonar uppá komum í félagsheimilinu að Melum einu sinni í mánuði fram á vor og  taka svo upp þráðinn aftur í haust.

 

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir