Skuggi yfir nýju skólaári

Mynd: Háskólinn á Akureyri
Í lok síðasta mánaðar fóru fram nýnemadagar í Háskólanum á Akureyri. Kennarar og aðrir starfsmenn skólans kynntu starfsemina og stúdentafélögin stóðu fyrir ýmsu hópefli. Eftirtekt vakti þó samsetning nemenda, en töluvert fleiri eru að hefja nám á viðskipta- og raunvísindasviði en árin á undan þrátt fyrir sambærilegan heildarfjölda nemenda. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum hefur fjöldi umsókna um nám á Hug- og félagsvísindasviði háskólans dregist saman um 18% milli áranna 2012 og 2013. Stærsta stökkið tekur félagsvísindasvið en nemendum þar fækkar nemendum um 60 milli ára, en í fyrri sótti um metfjöldi. Athygli vekur að nýnemar í laganámi eru undir 10 sem er lágmarkskrafa um nemendafjölda námskeiða, samanborið við þá 205 sem hefja nám í haust við lagadeild Háskóla Íslands. Einnig hefur komið upp í umræðuna minnkandi fjármagn og vaxandi óánægja kennara við skólann. Niðurskurður undanfarinna ára hefur ekki hlunnfarið háskólann. Ný könnun BMH sýndi akureyrska háskólakennara vera komna með óánægjustuðul undir rauðu striki sem bendir til að brýnra úrbóta sé þörf. „Við í HA vinnum stöðugt að því að halda upp eins góðum anda í skólanum og mögulegt er. Við höfum gert okkar eigin kannanir og reynt að bregðast við þeirri gagnrýni sem þar hefur komið fram. Undirrót flestra þeirra gagnrýnisatriða sem við fáum er mikið vinnuálag og lág laun,“ sagði Stefán B. Sigurðsson, rektor Háskólans í samtali við Akureyri Vikublað.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir