Slæmt veður um land allt

Mynd frá: www.visir.is
Vetur konungur er farinn að minna á sig í öllu sínu veldi með roki og snjókomu.

Vonskuveður er á öllu landinu og er víða ófært. Vindurinn hefur farið í allt að 60 metra á sekúndu og er búið að loka veginum á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur vegna snjóflóðahættu.

Skólahald hefur víða verið fellt niður vegna veðurs og margir vegir á landinu eru ófærir. 

Veðurstofa Íslands hefur varað við stormi og fólk er beðið að vera ekki að fara út þar sem veðrið er verst nema af brýnustu nauðsyn.

Hægt er að fylgjast með veðurspánni og færð á vegum á heimasíðunni www.vedur.is

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir