Sligandi Snjór, djöfulsins drífa, fjárans fönn

Mynd: micrositez-seo.us
Það hefur líklega ekki farið fram hjá neinum undanfarið að það er allt á kafi  á höfuðborgarsvæðinu. Fólk er ekki bara að kafna í snjó heldur líka ráðaleysi og gremju yfir þessu ástandi sem virðist alltaf koma jafn mikið á óvart á hverju einasta ári. Svo er auðvitað alltaf einn og einn stakur (mjög líklega kallarnir í 4 x 4 klúbbnum) sem fagna ákaft.  Þessi blessaði snjór er gjörsamlega að gera allt brjálað. Fólk kemst ekki til vinnu, umferðin er á skjaldbökuhraða og fólk týnir bílunum sínum í snjósköflum. Auðvelt er að fylgjast með áliti höfuðborgarbúa á  Facebook  þar sem statusar  eins og snjór frá helvíti, föst heima, föst í skafli, hata snjóinn, hvenær kemur sumarið?  og nenni ekki að moka, eru algeng sjón. 
Höfuðborgarbúar eru ekki að fíla þetta, ja alla vega ekki facebook vinir mínir að sunnan.

Heiðrún Björnsdóttir


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir