Slys


Í dag varð  snjósleðaslys á Íslandi. 
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 15:38 beiðni frá Neyðarlínunni um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að vélsleðaslys varð í Flateyjardal milli Eyjafjarðar og Skjálfandaflóa. Var maðurinn fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri, eins og glöggir Akureyringar hafa kannski tekið eftir þegar þyrla landhelgisgæslunnar flaug yfir þorpið.

Maðurinn var með töluverða áverka, m.a. á baki og fótum. Hann var með meðvitund, og er líðan hans stöðug. Ekki er hægt að segja meira um líðan hans, þar sem óvíst er hvernig staðan á hans innri líffærum er.Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir