Sniðug forrit fyrir snjallsíma

Mikið til af sniðugum forritum
Símar hafa vægast sagt tekið vaxarkippt síðustu ár og farið úr því að vera tæki sem aðeins er notað í þeim tilgangi að hringja, senda sms og vekja mann í eitthvað miklu stærra og meira. Símar í dag þjóna meiri tilgangi heldur en þeir gerðu fyrir örfáum árum.

Flestir í dag eiga snjallsíma, þar sem maður fær tölvupóstinn sinn í, getur vafrað á facebook og öðrum samskiptamiðlum, hringt myndsímtöl í vini og vandamenn og svo má auðvitað ekki gleyma að ennþá er hægt að hringja og senda sms.
Það sem er einstaklega þægilegt við þessa síma er að maður getur sniðið þá að sínum þörfum, maður getur sótt margskonar forrit í Playstore, Market eða App store eftir því hvernig síma þú átt. T.a.m eru bankar á Íslandi farnir að bjóða upp á forrit þar sem maður getur fylgst með stöðu á reikningnum sínum, millifært og fleira. Annað íslenskt forrit er bensínvaktin þar sem hægt er að fylgjast með hvar er lægsta verðið á bensíni í kringum sig.
Dominos bíður upp á sniðugt forrit þannig hægt er að panta pizzur og annað góðgæti í gegnum það og þegar pizzan er búinn er hægt að finna mörg sniðug líkamsræktaforrit. Það fer eftir hverjum og einum hvað hentar best, Nike Training er þó virkilega gott forrit og eins forritið Abs.

Hér eru nokkur skemmtileg forrit sem eru vinsæl og vert að sækja í símann sinn:

Appy Hour.
Þetta er íslensk forrit og helst fyrir þá sem búa á Reykjavíkur svæðinu. Þarna er hægt að fylgjast með hvar ódýrasti bjórinn er hverju sinni, hvort sem það er á mánudegi eða laugardegi og hvaða staður er næstur manni. Forritið er í samvinnu við blaðið Grapevine og því hægt að sjá umsögn um staðina, einkunnargjöf og hvort hann henti manni. Flestir ef ekki allir barir á höfuðborgarsvæðinu eru komnir í forritið.   

Typic app.
Typic er lítið einfalt iPhone forrit sem maður getur notað til að setja texta inn á myndirnar sínar og breytt útlitinu á þeim. Maður getur svo notað myndirnar með textunum til að deila á facebook eða aðra samskiptamiðla, það er jafnvel hægt að senda myndina til vina sinna í tölvupósti ef áhuginn liggur þar.

Gojee
Forritið er sniðugt og skemmtilegt fyrir þá sem hafa gaman af því að fá nýjar hugmyndir í eldhúsið. Það er hægt að segja forritinu hvað manni langar í og það finnur uppskriftir fyrir mann – eins og t.d. ef maður vill sleppa kjöti í uppskrift, finnur forritið eingöngu uppskriftir sem eru ekki með kjöti. Það sem er frábært við forritið er að það er hægt að safna sínum uppáhalds uppskriftum í eina möppu og notað við góð tilefni. Forritið bíður einnig upp á uppskriftir að góðum áfengum kokteilum og er mjög skemmtilegt að rúlla í gegnum þá – afskaplega skemmtilegt fyrir góð partý.

Lift
Meistaramánuðinum fer senn að ljúka en það er ekki þar með sagt að það þurfi að hætta að setja sér markmið og ná þeim, forritið Lift er hrikalega sniðugt, þar getur fólk einmitt haldið utan um markmiðin sín. Maður velur þau markmið sem henta sér og setur í markmiðslistann sinn, svo merkir maður við í hvert skipti sem maður framkvæmir athöfina og getur þannig fylgst með árangri sínum. Í forritinu er hægt að finna allt milli himins og jarðar og tengist alls ekki endilega bara líkamsrækt heldur t.d. að virkja áhugamálin sín – svo er einnig hægt að búa til sín eigin markmið. Virkilega skemmtilegt forrit sem að sjálfsögðu tengist við samskiptamiðla þannig það er hægt að smella “like” á það sem gengur vel.  Gallinn er að forritið er eingöngu til fyrir Iphone eins og er.

SmartSync – fyrir Iphone eigendur.
Þetta forrit er gríðalega sniðugt. Forritið er semsagt sótt, það tengist svo við facebook vinina og í hvert skipti sem einhver hringir þá birtist forsíðumynd viðkomandi og síðasta uppfærsla hjá þeim einstaklingi. Lífgar heldur betur upp á símskrána hjá Iphone eigendum.

Pair.
Þetta forrit er fyrir þá sem eru í fjarsambandi eða jafnvel þá sem eru virkilega ástfangir. Þarna er hægt að búa til nokkurs konar samfélag fyrir sambandið þar sem er hægt að spjalla, senda myndbönd, myndir, fingurkossa og fleira. Það er hægt að setja inn afmælisdagana og hvenær sambandið hófst, mjög hentugt fyrir þá sem muna dagsetningar illa. Þarna er einnig hægt að gera verkefnalista yfir hluti sem þarf að gera svo ekkert gleymist. Skemmtilegt forrit, sérstaklega fyrir þá sem eru í fjarsambandi.

iPregnant.
iPregnant er fyrir þá sem eiga von á sér. Hægt að setja inn hvenær er von á barninu, hægt að nefna barnið og fylgjast með ferlinu frá því að óléttan gerir vart við sig og þar til setur dagur er. Það er dagatal inn í forritinu þannig hægt er að setja inn tíma hjá læknum, jógatíma og fleira. Maður getur fengið upplýsingar um stærð barnsins í hverri viku, þyngd þess og hvað er að gerast í bumbunni hverju sinni. Svo er hægt að taka myndir og safnað þeim saman eftir vikum - gaman að geta haft þetta allt á einum stað. Að sjálfsögðu getur maður tengt forritið við facebook þannig vinir og vandamenn geti líka fylgst með. 

Be Iceland.
Forritið var upprunalega gert fyrir útlendinga sem sækja Ísland heim en forritið hefur vaxið mjög mikið og er í dag notað af íslendingum. Í forritinu er hægt að sjá hvar best er að borða í nágrenninu og hvað er boðið upp á þeim stöðum sem eru í kringum mann. Hægt er að nýta sér Gps til að koma sér á staðinn. Einnig bíður forritið upp á hvað er hægt að skoða í nágrenni við staðsetninguna manns. Þannig ef það á að heimsækja einhvern part af Íslandi er um að gera að sjá hvað er merkilegt hægt að skoða þar. Í forritinu er líka hægt að finna hvað er um að vera á svæðinu sem maður ert staddur á t.d. tónleikar og leiksýningar, klukkan hvað sýningarnar hefjast og hvaða umsögn sýningin hefur fengið. Virkilega nytsamlegt og skemmtilegt forrit.

 

 

 

 

 

 

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir