Snjóbrettapallur í Gilinu

Snjóbretta kúnstir

Risastór snjóbrettapallur er nú risinn í Gilinu á Akureyri. Pallurinn, sem er 15 hár, verður notaður á snjóbretta- og tónlistarhátíðinn Ak extreme sem hefst í dag.


Undirbúningur fyrir hátíðina, sem er nú haldin í sjötta sinn, er í fullum gangi en hápunktur hennar verður á laugardagskvöld þar sem 16 bestu snjóbrettamenn landsins leika listir sínar í stökkkeppni í Gilinu. Að sögn Egils Tómassonar, eins af skipuleggjendum Ak extreme, verður tónlistardagskrá hátíðarinnar óvenju glæsileg í ár, en snjóbrettahlutinn er þó ekki síðri. Í Hlíðarfjalli verður boðið upp á opinn snjóbrettagarð og eins mun snjóbrettafólk reyna fyrir sér í handriða- og tröppubruni í miðbænum.Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir