Söngdagar á Akureyri

Söngur í tilefni afmælis Akureyrar. Mynd: Jón Ingi Cæsarsson

Vonandi verður veðrið á Akureyri á föstudagsmorguninn 16. mars frábært, af því að þá mun miðbærinn fyllast af leik- og grunnskólabörnum.

Söngdagar verður yfirskrift þessa viðburðar og munu hátt í 1500 börn koma saman á milli klukkan 10 og 11 í göngugötunni, fyrir neðan Skátagilið og bresta í söng. Þetta verður svo endurtekið á sama tíma föstudaginn 23. mars. Tilefnið er 150 ára afmæli Akureyrarbæjar sem er í apríl í ár.

Krakkarnir eru ekkert að gera þetta í hálfkæringi, en miklar æfingar hafa staðið yfir í skólunum síðustu mánuði.

Fréttavefur Akureyrar hvetur alla þá sem eiga leið um miðbæinn á þessum tíma til að staldra við og njóta söngsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir