Söngdagar á Akureyri

Í morgun í miðbæ Akureyrar mátti heyra rúmlega 1.500 ungmenni hefja raust sína og syngja saman.   En samkvæmt mbl.is fara nú fram Söngdagar á Akureyri og munu ungmennin endurtaka þennan atburð föstudaginn 23. mars næstkomandi.  Leik- og grunnskólar Akureyrar skipulögðu Söngdagana og eru þeir haldnir í tilefni 150 ára afmælis bæjarins þann 29. ágúst þessa árs.  Krakkarnir sungu lög á borð við Snert hörpu mína og Krummi svaf í klettagjá og hafa miklar æfingar verið í skólunum síðustu mánuði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir