Söngkeppni MA í gćrkvöld - „Í minni mínu“ hlutskarpast

Darri á sviđinu í gćrkvöld
Í gærkvöld fór fram hin árlega söngkeppni Menntaskólans á Akureyri. Keppnin var haldin í hinni svokölluðu Kvos og var fullt útúr dyrum. Það er greinilegt að framhaldsskólarnir hér á Akureyri eru mjög tæknivæddir en ljósashowið og umgjörðin gaf Söngvakeppni RÚV sem fram fór fyrr á árinu ekkert eftir. Verkmenntaskólinn var sömuleiðis með svipaða umgjörð á sinni keppni fyrr í mánuðinum og því ekki bara gróska í tónlist hér á Akureyri heldur líka tæknimennsku. Sigurlag keppninnar í ár heitir „Í minni mínu“ en það er frumsamið af tveim nemendum skólans, þeim Stefáni Erni Valmundarsyni og Darra Rafni Hólmarssyni, sem rappaði einnig í laginu, en það var svo Rakel Sigurðardóttir sem söng. Blaðamaður Landspóstins setti sig í samband við Darra í gærkvöld og fékk fyrstu viðbrögð við sigrinum.


„Í Minni Mínu fjallar um tvö atvik eða persónur sem komu inn í líf mitt. Fyrri hluti lagsins fjallar um unga stelpu sem ég þekkti þegar ég var nýbyrjaður í grunnskóla. Hún missti föður sinn á þessum tíma og upplifði ég eiginlega missi í fyrsta skipti á ævinni í gegnum hana. Seinni hluti lagsins fjallar um kennara í skólanum sem féll frá. Bæði atvikin höfðu gríðarleg áhrif á mig,“ segir Darri þegar hann er spurður um hvað lagið fjallar. „Ég hafði samið fyrri hlutann þegar Stefán Ernir spilaði lagið fyrir mig, sem honum fannst nú ekki beint passa við rapp en ég náði greinilega að heilla hann. Síðan bættist Rakel í hópinn og síðan strengjakvintettinn ódauðlegi, bætir hann við,“ bætir Darri við.

Darri er háfleygur þegar hann er spurður um ástæðu þess að hann ákvað að taka þátt í keppninni, „Mig langaði í raun bara að gera eitthvað gott áður en ég myndi kveðja þennan heim. Vissulega á ég nú kannski nóg eftir, en ef ég hefði ekki flutt þetta í kvöld hefði ég kannski aldrei flutt neitt efni.“

Darri segir að það hafi verið virkilega stressandi að taka þátt í keppninni, enda allur skólinn að fylgjast með. Hann var gríðarlega sáttur við móttökurnar og fann mikinn meðbyr frá salnum,„Móttökurnar sem við fengum voru vægast sagt ótrúlegar. Ég fann fyrir gríðarlegum kærleika í hjarta mér. Mómentið var vægast sagt mikilfenglegt.“

Nú mun undirbúningur fyrir stóru keppnina hefjast, en það er að sjálfsögðu söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fer einmitt hér á Akureyri í apríl. Er þetta 20. ára afmæliskeppni og verður hún því enn stærri en áður. Landpósturinn óskar þeim góðs gengis í keppninni og er blaðamaður fullviss um að þau muni ná langt.

Blaðamaður: Sigurður Þorri Gunnarsson
Mynd: Jóhanna Stefánsdóttir

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir