Söngkonan Beyoncé opnar sig

Söngkonan Beyoncé sem hefur ekki verið þekkt fyrir að vilja opinbera sitt persónulega líf hefur nú ákveðið að gefa aðdáendum sínum smá innsýn í lúxus líf sitt og rapparans Jay-Z. Beynoncé hefur nú opnað heimasíðuna sína beyonce.com þar sem hún birtir meðal annars myndir frá sínu persónulega lífi á þar til gerðri tumblr-síðu. Á myndunum sést Beyoncé með annars með eiginmanni sínum Jay-Z, yngri systur sinni Solange og frænda sínum Daniel.

Á einu myndbandinu sem er á síðunni stendur Beyoncé ólétt við hlið Blue Ivy-trés og dáist að fegurð þess en nýfædd dóttir Beyoncé og Jay-Z fékk einmitt nafnið Blue Ivy eftir að hún fæddist. Myndbandið þykir því útskýra hvaðan nafn dóttur þeirra er komið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir