Spandexrassar í hrákökubođum

Ef heilsuvakning síđustu ára hefur fariđ framhjá ţér ţá kemur ađeins tvennt til greina. Ţú ert annađhvort einn ţrettán ţekktra brćđra sem búa uppi á fjöllum eđa ţú ert ađ lesa ţessa grein heima hjá ţér, í útlöndum. Viđ hin höfum svo sannarlega fundiđ ţessa heilsuöldu skella á okkur međ öllum sínum lífrćna fítonskrafti.

Nú er mađur ekki mađur međ mönnum nema eiga neon litađan jakka og spandexbuxur sem mađur skottast í á milli húsa eđa í vinnuna. Annađhvort á tveimur jafnfljótum eđa ţá fyrir lengra komna, á tveimur kringlóttum ennţáfljótari. Í gćr var allt fitulaust en í dag er smjör og rjómi máliđ. Sykur er aftur á móti baneitrađur en aspartam er víst í lagi. Brauđiđ sem mađur borđađi í bílförmum sem krakki er nú bannvara og meira ađ segja jógúrt er dottiđ úr tísku. Ţađ er greinilega einskćr heppni ađ manni hafi tekist ađ komast lifandi í gegnum sín ungdómsár.

Ef mađur ćtlar ađ stíga ţessa heilsuöldu án ţess ađ líta út eins og bjáni ţá ţyrfti mađur helst ađ vera á vikulegum námskeiđum. Ţar gćti mađur alltaf fengiđ fréttirnar af ţví hvađ má og má ekki hverju sinni. Ţar gćti mađur líka lćrt um öll orđin sem gott er ađ kunna svo mađur geti haldiđ uppi vitrćnum samrćđum viđ hina spandexrassana í hlaupahópnum.

Öll ţessi orđ eru náttúrulega sér kapítuli út af fyrir sig. Skođum t.d orđiđ hrákaka. Hrákaka er einhverskonar tilraun íslenska heilsufíkilsins til ađ gera eitthvađ gómsćtt úr allskonar ógeđslega hollu. Afurđin er gjarnan frekar skrítin og slepjuleg og stenst sjaldnast samanburđ viđ alvöru íslenskar hnallţórur međ sínum hvíta sykri, niđursođnu ávöxtum og beljurjóma í lítravís. Ţó svo ađ orđiđ hrákaka geti veriđ afskaplega hljómfagurt af vörum Akureyringa ţá er ţetta nafn engan veginn ađ hjálpa til viđ ađ gera ţessa köku girnilegri. Hrákaka er enda einungis einu ka frá hráka. Oj bara. Má ţar međ segja ađ hrákaka veiti hinni klassísku hjónabands ćlu talsverđa samkeppni um versta kökunafn íslenskrar tungu. Já, verđi ykkur ađ góđu.

Ţessi heilsualda er samt alls ekki alslćm. Síđur en svo. Ţađ er frábćrt ađ fólk hreyfi sig og hugsi um hvađ ţađ setur ofan í sig. Ef ţađ fćr okkur til ađ líđa betur ţá eru spandexbuxur, harđsperur og hrákökubođ algjörlega ţess virđi.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir