Spennandi samstarf

(billboard.com)

Rokkarinn Billie Joe Armstrong úr Green Day og söngkonan Norah Jones eru kannski ekki líklegasta fólkið til að starfa saman. Þau eru engu að síður að gefa út plötu sem kemur út í nóvember. 

Platan sem um ræðir heitir„Foreverly” og er endurgerð plötunnar „Songs Our Daddy Taught Us” með Everly Brothers  frá árinu 1958. Um er að ræða klassíska sveita slagara sem þau setja  í nútímalegri búning.

Armstrong fékk þá hugmynd  að endurgera þessa plötu fyrir nokkrum árum en vantaði söngkonu með í verkefnið. Honum fannst Nora Jones tilvalin þar sem hún getur sungið alla tegund tónlistar og silkimjúk rödd hennar myndi passa vel með hans.

Platan kemur út 25. nóvember og  verður sannarlega spennandi að heyra Armstrong og Jones spreyta sig á þessum lögum þar sem þessi tegund tónlistar er mjög frábrugðin þeirri sem þau eru venjulega að fást við.http://www.billboard.com/articles/news/5763261/norah-jones-and-green-days-billie-joe-armstrong-prep-everly-brothers-inspired


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir