Spennandi sjónvarpsþættir í vetur

http://www.hypable.com/

Nú er sá tími ársins þegar hefjast sýningar á nýjum sjónvarpsþáttum og er þetta árið engin undantekning. Þeir eru þó misgóðir að vísu, sumir ná bara einni seríu á meðan aðrir munu ná miklum vinsældum, og  framleiddar verða þónokkrar þáttaraðir af þeim. En á haustin hefja gamlir þættir einnig göngu sína á ný og er oft eftirvænting eftir nýjustu þáttaröðinni, því oft enda framleiðendur fyrri seríur á mjög spennandi hátt til að halda í áhorfendur sína.

Dæmi um nýja þætti sem gæti verið spennandi að kíkja á eru

Almost HumanRavenswoodReginDracula

Sleepy HollowDadsBrooklyn Nine-NineMom

The BlacklistHostagesMarvels Agents of S.H.I.E.L.D.

Trophy WifeBack in the GameThe Crazy Ones

BetrayalMaster of SexWelcome to the Family

The Orginals og The Witches of East End.


mynd: http://www.dailyactor.com/


Svo eru það þættirnir sem halda áfram með nýjar þáttaraðir dæmi um vinsæla þætti eru:

Revenge, The MentalistHomelandSupernatrual

Broadwalk EmpireBonesNew Girl 

The Mindy projectHow I Met Your Mother

2 Broke GirlsModern FamilyNashville

GleeGreys AnatomyTwo and a Half Men

The Vampire DiariesHart of DixieArrow

Once Opon TimeThe Good WifeThe Walking Dead

Person of Interest og The Big Bang Theory

Þetta eru bara nokkur dæmi um það sem er í boði í vetur. Því ættu allir að geta fundið eithvað við sitt hæfi.

Stöð 2 hefur nú þegar hafið sýningar á The Blacklist og Hostages og eru það einu nýju þættirnir af ofangreindum lista sem eru sýndir í íslensku sjónvarpi einsog staðan er í dag. Líklega bíða sjónvarpsstöðvarnar með sýningar á nýjum þáttum þar til áhorfstölur vestanhafs eru staðfestar. Því það getur verið dýrt að fjárfesta í sjónvarpsþætti sem síðan hefur lítið sem ekkert áhorf.

Þeir eldri þættir sem hafið er að sýna á Stöð 2 eru Nashville, Modern Family, How I Met Your Mother, 2 Broke Girls, Greys Anatomy, Homeland og Broadwalk Empire.

Stöð 3 hefur svo þáttinn Arrow á sinni dagskrá og ríkissjónvarpið Revenge.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir