Stađalímyndir: Ţjóđernissinnar útiloka ekki frambođ

Mynd frá frétt Stöđvar 2.
Í fréttum Stöðvar 2 þriðjudagskvöldið 5. október var frétt um að fáni nýnasista hefði sést á mótmælunum við Austurvöll kvöldið áður og sýndar myndir frá því þegar hópar mótmælenda tók fánan og brenndi hann á báli. Í fréttinni eru sýndar og lesnar upp færslur af fésbókarsíðum fólks sem var ósátt við að fáninn hafi verið brenndur. Mikið fór fyrir staðalímyndum í fréttinni, en spurningin er hvernig þær litu út fyrir hinn almenna áhorfanda.

Staðalímyndir í fjölmiðlum geta verið æskilegar og óæskilegar, jákvæðar eða neikvæðar. Í þessu tilfelli eru staðalímyndin æskileg og jafnvel nauðsynleg vegna efni fréttirnar. Þetta á allavega við um fána nýnasista og þjóðernissinna þar sem þetta tvennt er aðalefni fréttarinnar. Hins vegar má efast hversu nauðsynlegt eða æskilegt er að gera mikið úr fésbókarfærslunum og þeim staðalmyndum sem þar eru notaðar. Í þeim hluta fréttarinnar notast fréttamennirnir við leikrænu ef til vill til að kalla fram hneyksli hjá áhorfandanum.

Spurningin um hvort staðalímyndirnar og notkun þeirra í fréttinni sé jákvæð eða neikvæð er flóknir en hvort þær séu æskilegar.  Neikvæðar staðalímyndir geta stuðlað að fordómum og auknu ójafnrétti. Í þessu tilfelli er stærsta spurning: Neikvæð fyrir hvern? Segja má að fréttin sé sett upp þannig að neikvæð fyrir þjóðernissinnana. Það er í fyrsta lagi vegna þess að þeir eru kenndir við ný-nasistafánan og í öðru lagi vegna þess að þeir eru kenndir við neikvæðu ummælin á fésbókinni. Vissulega var fulltrúa þjóðernissinna gefinn kostur á því að svara fyrir þessi ummæli en ákvað að taka því boði ekki í sjónvarpinu. Hins vegar svaraði hann spurningum fréttamanna skriflega og voru svör birt á vefnum. Fréttamennirnir hefðu kannski getað lesið brot af þeim svörum í sjónvarpsfréttinni til að koma málsstað þeirra á framfæri en það var ekki gert. Einnig má segja að það komi ekki of vel út fyrir fulltrúa þjóðernissinna að vilja svara spurningum í sjónvarpi. Einhverjir gætu tekið því þannig að hann vildi ekki að andlit hans yrði kennt við þjóðernissinna, en þó er ómögulegt að segja hvort það sé ástæðan.

vev.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir