Stađarnám - Já takk!

Háskólinn á Akureyri.
Háskólinn á Akureyri er fremur lítill háskóli en hann býður upp á öfluga staðar- og fjarkennslu. Raunin er að um helmingur nemenda skólans eru fjarnemendur. Kostir þess að vera í staðarnámi eru fjölmargir og tel ég kostina vera frekar fleiri heldur en gallana. Ef svo væri ekki þá væri ég í fjarnámi. Helsti kostur þess að vera í staðarnámi er nálægðin við kennsluna. Maður fær lifandi kennslu í staðinn fyrir að hlusta á þurrar upptökur. Það gerir rosalega mikið fyrir mig. Ég man frekar það sem kennarinn segir og ég á auðveldara með að læra þegar ég er partur af kennslustundinni. Það er líka gott að hafa aðgang að kennaranum og geta spurt spurninga þegar manni dettur í hug.

Annar stór kostur er að maður kynnist bekkjarfélögum sínum. Maður upplifir sig sem hluta af hóp. Maðurinn er hópsál og gerir það öllum gott að tilheyra hóp. Fjarnemar kynnast samt einhverjum í sama námi á fjarfundarstöðunum en það er ekki sambærilegt að mínu mati.

Tengslin milli þeirra sem tilheyra sama bekk verða oft sterk.  Mörg hópverkefni eru sett fyrir af kennurum. Það er auðvelt og þægilegt að mynda hópa í staðarnámi. Skólinn er alltaf opinn þannig að hópurinn getur hist í skólanum hvenær sem er. Erfitt getur verið að vinna hópverkefni í gegnum fjarfundarbúnað, tölvupóst og samskiptamiðla.

Einnig tel ég það kost að vera staðarnemi þegar kemur að lotum. Það er erfitt fyrir suma fjarnema að rífa sig úr vinnu í nokkra daga og keyra til Akureyrar. Þetta getur verið dýrt fyrir þá sem búa langt í burtu.
Helsti gallinn fyrir mig og mögulega sá eini er að ég get ekki búið heima hjá mér þegar ég er í staðarnámi. Ég bý í Mývatnssveit, sem er að vísu ekki langt í burtu, en það er dýrt að þurfa að flytja á Akureyri yfir vetrartímann. Mér líður best þar sem ég á heima og getur það verið erfitt að byrja nýja önn og nýja viku í skólanum. Það væri auðveldara ef maður gæti það á stað þar sem maður kann best við sig.

Að þessum kostum og göllum sem ég upplifi þá er hægt að sjá að ég tel hentugra að vera staðarnemi. Það er örugglega ekkert slæmt að vera fjarnemi en ég tel að þeir sem séu í staðarnámi hafi ákveðið forskot á hina. Fjarnám er samt frábær kostur fyrir þá sem eiga ekki kost á að flytja til Akureyrar yfir vetrartímann. Fjölmargir þeirra sem eru í fjarnámi eru með fasta vinnu sem þeir vilja ekki sleppa höndunum af, fjölskyldufólk vill ekki flytja alla fjölskylduna sína í annað bæjarfélag og svo getur verið að einhver sé á kafi í íþróttum og vill stunda íþróttina sína áfram í því umhverfi sem hann þekkir. Ef maður hefur samt kost á því þá hvet ég eindregið fólk til að vera i staðarnámi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir