Stafnbúi kemur út á ný og fer um víđa veröld

Kemur út á ný
Stafnbúi blað auðlindadeildar Háskólans á Akureyri kemur út á ný í vor.  Reiknað er með að blaðið verði gefið út í 8000 eintökum og dreift með Viðskiptablaðinu um eða eftir páskana.

Dreifing blaðsins verður því út fyrir landsteinana, en eins og kunnugt er, er Viðskiptablaðið um borð í vélum Icelandair. Reiknað er með að blaðið verði 30 síður að stærð. Ritstjórn blaðsins hefur úr nógu af efni að moða og er verið að vinna við að velja greinar í blaðið. Í blaðinu verður fjallað um líftækni og sjávarútveg og reynt að hafa efnið sem áhugaverðast fyrir lesandann enda er mikill metnaður lagður í útgáfuna að þessu sinni. Margir fræðimenn munu verða með umfjöllun og greinar í blaðinu ásamt efni frá nemendum auðlindadeildar. Útgáfa blaðsins hefur legið niðri síðan 2008.  


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir