Stefnir á að sýna nú á afmælisárinu

Saga Jónsdóttir leikari og leikstjóri hlaut á dögunum menningarsstyrk frá Menningarráði Eyþing vegna verksins Borgarinnan. Blaðamaður Landpóstsins setti sig í samband við Sögu og spurðist fyrir um verkið og hvað væri framundan hjá henni.

Fyrir hvaða verkefni er styrkurinn veittur?

Verkefnið er leikritið Borgarinnan, þar sem stuðst er við æviatriði Vilhelmínu Lever  (1802 – 1879)  Var það handritsstyrkur.

Um hvað fjallar þetta verkefni?

Verkið segir frá ævi Vilhelmínu Lever sem var afar merkileg kona fyrir þennan tíma.  Hún rak veitinga-og gistiheimili, ræktaði grænmeti , sótti sjó ofl, ofl.  Hún var fyrsta konan sem sótti um og fékk skilnað frá manni sínum, einnig var hún fyrsta konan sem kaus til bæjarstjórnar á Akureyri fyrir 150 árum. Það gerist 18 árum áður en konur fengu kosningarétt. 

Leikritið hefst þegar Vilhelmína, sem var einnig kölluð Vertshús-Mína og Borgarinna,  er 18 ára og fylgjumst við með henni næstu 40 ár. Þar koma við sögu persónur sem voru samtíða henni, faðir hennar, stjúpa, sonur ofl. einnig skáldaðar persónur.  Þar segir frá baráttu hennar við karlaveldið, einnig við soninn sem var ógæfumaður og lést rúmlega 30 ára ofl.

Hvernig gengur vinna við verkefnið?

Vinnan gengur vel, handritið er komið í grófum dráttum og nokkrir leikarar hafa lesið það fyrir mig. Fékk ég þar marga góða punkta.

Hvenær er áætlað að almenningur fái að sjá verkefnið?

Ég stefni að því að sýna leikritið nú á afmælisárinu enda nátengt því. Það er að segja ef mér tekst að fjármagna það. Þetta yrði nokkuð stór sýning og vonandi verður Vilhelmínu með því sýnd sú virðing sem hún á skilið.

Er eitthvað meira á döfinni hjá þér á árinu?

Það eru alltaf mörg plön í gangi, setja upp sýningu með Fjölmennt í maí, List án landamæra.   Setja upp sýningu á Ólafsfirði og síðan mun Borgarinnan eiga hug minn frá maí til september.

 

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir