Stefnir Þóra á Bessastaði?

Þóra Arnórsdóttir
Sjónvarpskonan Þóra Arnórsdóttir hefur ekki enn gefið það út hvort hún muni gefa kost á sér til embætti forseta Íslands en er búin að gefa það út að yfirlýsing frá henni muni koma fyrir páska.

Forsetakosningar eru á næstu grösum og hafa þó nokkrir frambjóðendur gefið kost á sér til embætti forseta Íslands. Það sem er hins vegar merkilegt við þessar kosningar er að enginn frambjóðanda sem hafa gefið út að þeir muni bjóða sig fram er með nægilegt gott fylgi til að velta núverandi forseta úr stóli samkvæmt skoðanna könnun Gallups. Það sem könnun Gallups sýndi hins vegar var að sjónvarpskonan Þóra Arnórsdóttir væri sá einstaklingur sem flestir vildu sjá á Bessastöðum í ágúst sem arftaki Ólafs Ragnars Grímssonar. Þóra segist kunna meta þennan stuðning og ætlar að íhuga framboð af fullri alvöru, hún hefur gefið sér góðan tíma í að hugsa málið og mun koma með yfirlýsingu um hvað hún muni gera á næstu dögum eða fyrir páska. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir