Steig á verðmætustu fætur í heimi.

Ævintýrið byrjaði þegar Stony setti inn tónlistamyndband á You Tube með félaga sínum sem sló í gegn og hálfu ári seinna hafði bandarísk auglýsingastofa samband við hann og bauð honum að taka þátt í verkefni með þeim. Stony hafði ekki hugmynd um að hann ætti að fara leika í auglýsingu á móti þekktustu fótboltamönnum heims. Stony segir frá því í viðtali við Kastljós þegar hann var að leika á móti Messi á Spáni og missteig sig þannig að hann steig á tærnar á besta fótboltamanni heims og grínaðist með að það fyrsta sem hann hugsaði eftir atvikið að núna yrði hann pottþétt rekin heim með skömm. En allt fór vel og mikið var hlegið að atvikinu á tökustað. Það verður gaman að fylgjast með þessum unga dreng í framtíðinni og ekki er annað hægt að segja en að máttur alheimsvefsins sé mikill miðað við að eitt myndband getur boði upp á ferðalag alla leið frá Skessugili á Akureyri til Brasilíu.

 

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir