Stjörnuframmistađa í íslenskum fótbolta

Á laugardaginn síđastliđinn mćttust Stjarnan og FH í algjörum úrslitaleik á Kaplakrikavelli í Hafnarfirđi um Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu karla áriđ 2014. Fyrir leikinn hafđi hvorugt liđ tapađ leik allt tímabiliđ og ljóst fyrirfram ađ spennan yrđi mikil. FH var fyrir leikinn í 1. sćti međ 51 stig, hafđi sigrađ 15 leiki og gert 6 jafntefli međan Stjarnan sat í 2. Sćti međ 14 sigra og 7 jafntefli. Yfir 6.000 áhorfendur trođfylltu völlinn međ Silfurskeiđina og Mafíuna, tvö öflugustu stuđningsmannaliđin á Íslandi, í farabroddi.

            FH-ingar byrjuđu leikinn betur og voru sterkari ađilinn í fyrri hálfleik. Ţađ var ţó Ólafur Karl Finsen í liđiđ Stjörnunnar sem tókst ađ koma boltanum í netiđ á 40. mínútu og skildi ţađ mark liđin ađ í hálfleik. Umdeilt mark sem fékk ađ standa, en Ólafur virtist vera rangstćđur. FH-ingar komu sterkir til leiks í síđari hálfleik en Stjörnumenn stóđu vaktina vel í vörninni.

            Á 59. mínútu leiksins ćtlađi allt um koll ađ keyra, Kassim Doumbia tćklađi ţá Veigar Pál Gunnarsson harkalega og hefđi eflasut átt ađ fá spjald fyrir. Veigar lá eftir í grasinu ţegar ađ Hólmar Örn Rúnarsson helypur ađ honum og lćtur hann heyra ţađ, Veigar bregst illa viđ og slćr til hans og fćr fyrir vikiđ verđskuldađ beint rautt spjald. FH-ingar voru ekki lengi ađ nýta sér liđsmuninn og ađeins 5 mínútum síđar jafnađi Steven Lennon muninn. Stórglćislegt mark eftir góđan undirbúning Atla Guđnasonar.

             Jafntefli dugđi Fimleikafélaginu til ţess ađ hirđa titilinn og ţeir ţví komnir í ákjósanlega stöđu einum manni fleiri. FH var mun stekari ađilinn nćstu mínútur leiksins og fengu mörg fćri til ţess ađ gera útum leikinn og láta kné fylgja kviđi. Stjörnumenn börđust ţó hetjulega og björgđu til ađ mynda oftar en einu sinni á línu. Leiktíminn líđur ţó á međan og allt útlit fyrir ţađ ađ heimamenn í FH séu ađ landa Íslandsmeistaratitlinum.

            Í uppbótartíma venjulegs leiktíma brýtur Kassim Doumbia á Ólafi Finsen innan vítateigs og Kristinn Jakobsson dómari leikins dćmir vítaspyrnu. Ólafur stígur sjálfur á punktinn og skorar af öryggi. 1-2 fyrir Stjörnuna. Dramatíkin í hámarki og allir viđstaddir í sannkallađri tilfinninga rússíbanareiđ síđstu mínútur leiksins. FH náđi hinsvegar ekki ađ jafna og Íslandsmeistartitillinn í knattspyrnu karla 2014 féll ţví í hendur Stjörnunnar í fyrsta skipti.

            Stórglćsilegt tímabil hjá Stjörnunni sem komst í heimsfréttirnar fyrir frammistöđu sína í Evrópukeppninni á ţessu ári. Sigrar gegn Bangor, Motherwell og Lech Poznan komu liđinu í 4. umferđ ţar sem liđiđ beiđ lćgri hlut á móti stórliđi Inter frá Milan.  Liđiđ tapađi ţví ađeins fyrir tveimur liđum allt tímabiliđ, Inter og Ţrótti (í bikarnum). Frábćr auglýsing fyrir íslenskan fótbolta og mikil lyftistöng fyrir áframhaldiđ. Ekki má gleyma ţví ađ í kvennaflokki vann Stjarnan deild og bikar og ţví sannarlega hćgt ađ tala um ár Stjörnunnar í íslenskum fótbolta eftir sannkallađa stjörnuframmistöđu.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir