Stopp á grćnu ljósi

Grćni kallinn
Á Akranesi hefur verið mikið um að ökumenn stoppi á grænu ljósi til þess að hleypa börnum yfir gangbraut þegar rauði kallinn logar á móti þeim. Með því senda þeir börnunum röng skilaboð og geta stórhættulegar aðstæður skapast sökum þessa.


Ökumenn skulu aka yfir gangbraut logi grænt ljós.Þessi skilaboð setti lögreglan á Akranesi inn á fésbókar-síðu sína fyrr í dag.
Gangbrautarljós skipta yfir í rauðan lit á móti ökutækjum þegar börn og aðrir gangandi vegfarendur ýta á þar til gerðan takka sem á að nota skilyrðislaust. Pistlahöfundur hefði haldið að notkun takkans og stopp á rauðu ljósi væri almenn skynsemi en hann hefur tekið eftir að víðar hefur þessum reglum ekki verið fylgt eftir og finnst vert að minna fullorðna fólkið á, hvar sem er á landinu, að passa sig betur í umferðinni og hugsa sig tvisvar um hvað það er að gera. Þannig verði það betri fyrirmynd barnanna, sérstaklega þeirra sem eru að læra umferðareglurnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir