Flýtilyklar
Stór jarðskjálfti í Japan
Líkt og mbl greindi frá í kvöld varð jarðskjálfti í Japan sem mældist um 6.9 stig nú í kvöld. Upptök skjálftans voru á 11.4 kílómetra dýpi en eftir hann urðu tveir aðeins minni skjálftar, þó stórir, annar var 5,4 og hinn 4,8 stig. Jarðskjálftar eru ekki óalgengir í Japan og verður töluvert af stærstu skjálftum heims, þar. Jarðfræðistofnun Japans hefur lýst yfir flóðbylgjuhættu vegna jarðskjálftans á svæðinu sem hann varð, og gætu öldurnar sem munu líklega skella á land, orðið allt að þriggja metra háar.
Fólki sem býr á svæðinu hefur verið bent á að fara að heiman sem fyrst og reyna að færa sig hærra á land. Öllum þeim kjarnorkuerum sem nálægt eru, hefur verið lokað vegna flóðbylgjuhættunnar. Árið 2011 varð stærsti jarðskjálfti sem hefur mælst í Japan en þá varð ein mesta eyðilegging á kjarnorkuveri sem hefur orðið.
Eftirfarandi upplýsingar á mynd eru nýjar og sýna skjálftana, styrkleika þeirra og hvenær þeir urðu.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
Athugasemdir