Stórasta landið

Gamla Ísland
Við teljum okkur menntaþjóð, en samt er ekki hægt annað en skoða hvað erum við að gera sem þjóð, mér finnst alveg dæmalaust og endalaust hægt að hafa almenning að fíflum. Fólkið sem setti Ísland á hvolf er meira og minna komið kokhraust til starfa á ný. Það er komið inn á Alþingi með sitt ljósa síða hár eða stutta, upp í flottu bankastólana og jafnvel í stjórnir lífeyrissjóðanna svona mætti lengi telja. Kann fólk ekki að skammast sín eru allir algjörlega siðblindir og við hin sitjum bara dofin og horfum á hreinlega uppgefin á þessu endalausa braski. Ég veit með mig og marga aðra, að ég er að reyna að fylgjast með fréttum en þær eru svo neikvæðar og sama tuggan inn og út í fréttatímum. "Hann náði að koma undan þessum peningum í gengum skúffufyritæki bróðursonar frænda síns sem átti annað skúffufyirtæki sem átti svo aðsetur á Tortloa" Svona hljóma þær blessaðar ansi margar, og hverjir fá að borga nú auðvitað við almmennigur. 

Það þarf að taka heldur betur til í stjórnsýslunni allri og sérstaklega á Alþingi skipta út fólki, henda þessari flokkapóltík út af borðinu og hafa persónukjör, en líklega er það hægara sagt en gert. Á Alþingi því miður er fólk í endalausum skítköstum og engin niðurstaða verður í neinu, argaþras og leiðindi ber þar hæðst, lítið um gáfulegar samþykktir.Sýnist sem svo að stíllinn 2007 sé enn  í hávegum hafður víðast hvar meira að segja þó svo að búið sé að setja ansi mörg sveitarfélög í gjörgæslu, ég held að stjórnsýslan sjálf viti ekki merkingu orðsins. 
Fólkið í landinu þarf að standa saman og en tel það ekki gerast á meðan ráðamenn okkar geta ekki borið virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum. Einnig skortir þá sjálfsaga sem myndi vera mjög svo góð fyrirmynd fyrir landann.
En verum jákvæð það er það eina rétt og notum bara annað augað, helst litla rifu til að kíkja á þetta neikvæða. 
Arna Þórarinsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir