Stórbruni í Trésmiđju Akraness

Svona var ađkoman ađ trésmiđjunni í morgun, mynd Erla Skagfjörđ
Húsið er rústir einar.

Um rúmlega níu leytið í gærkvöldi var Trésmiðja Akraness sem stendr við Smiðjuvelli 3A á Akranesi alelda. Allt tiltækt slökkvulið var á svæðinu. Vegfarendur hópuðust að og fylgdust með slökkvistarfinu. Húsið var byggt árið 1984 sem iðngarðar. Byggt var við húsið nokkrum árum síðar og brann sú viðbygging í gærkvöldi ásamt áföstu rými. Miklar skemmdir urðu á tækjabúnaði og húsinu. Vélarverkstæði er í næsta rými við hliðiná. Það er eldveggur á milli en þó náði eldurinn að teygja sig yfir í þak yfir skrifstofuloftinu þar. Töluverðar skemmdir eru þar af sökum eldsins. Slökkvistarfi lauk um klukkan 2 í nótt. 

Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sér um vettvangsrannsókn á svæðinu ásamt lögreglunni á Akranesi.


http://www.skessuhorn.is/frettir/nr/180021/ http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/09/18/storbruni_a_akranesi/

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir