Stórhuga byggingaframkvćmdir viđ Klettastíg

mynd: Kristín Ţóra

Nokkrir nemendur Háskólans á Akureyri brugðu á það ráð að byggja sér snjóhús fyrr í vikunni þegar fyrsti alvöru snjórinn lét á sér kræla á þessum vetri.

Blaðamaður átti leið hjá stúdentagörðunum við Klettastíg og sá þar hóp af ungu fólki vinna hörðum höndum í snjónum og forvitnaðist um hvað væri um að vera.

„Það má segja að við séum að leyfa barninu í  okkur að leika lausum hala. Hver segir að maður þurfi að vera gamall þegar maður er kominn í Háskóla?“ sagði Þórdís Þöll Þráinsdóttir nemandi við iðjuþjálfun við Háskólann á Akureyri.

Aðspurð hvort leysa þurfi sérstök tæknileg aðtriði þegar byggja skal almennilegt snjóhús svaraði Þórdís; „ég vil t.a.m. meina að við getum ekki byggt þak á þetta þar sem undirstöðuflöturinn er svo lítill.  Það verður engin ballans“.  Sólveig Dröfn Jónsdóttir, sálfræðinemi,  var henni sammála og bennti á að fyrst og fremst væri mikilvægt að hafa grunninn þéttann svo hægt væri að byggja ofan á hann.

Að þessu sögðu sögðu brá blaðamaður sér í búð og reiknaði með að koma til baka að verkinu fullkláruðu.  Það sem við blasti var hins vegar ekki fulbyggt dæmigert kúlu-snjóhús, heldur einhverskonar skeifulaga snjóvirki.


„Já við misreiknuðum okkur aðeins og áttuðum okkur á því fullseint að snjókubbarnir verða að vera trapísu-laga og þröngvast þannig smátt og smátt til að mynda almennilegt þak.  Þetta gekk ekki eftir svo útkoman er bara svona virki í staðinn“ sagði Þórdís Þöll.

Allir sem komu að erfiðisvinnunni voru engu að síður sáttir eftir hamaganginn og útiveruna. Við verklok var degi tekið að halla og nokkuð hafði kólnað í veðri.  Því var ekki úr vegi að skella í oggulítinn varðeld með hjálp snjallsímatækninnar og ylja loppna fingur að loknu góðu dagsverki.Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir