Stórir hnökrar í heilbrigđiskerfi Japana - menn deyja bíđandi eftir sjúkrahúsvist

Sökum læknaskorts og ýmissa vandamála í heilbrigðiskerfi Japans hafa komið upp mörg tilfelli þar sem sjúklingum er neitað um sjúkrarými og meðhöndlun. Samkvæmt nýrri skýrslu stjórnvalda fyrir árið 2007 var rúmlega 14 þúsund sjúklingum neitað oftar en þrisvar sinnum um sjúkrahúsvist áður en þeir fengu meðhöndlun.

Nýlegt dæmi er af Japana á sjötugsaldri er slasaðist í umferðarslysi í borginni Itami. Maðurinn viðhafðist í sjúkrabíl á meðan sjúkraflutningarmenn reyndu að semja við sjúkrahús borgarinnar um að taka við manninum. Maðurinn hlaut bak- og höfuðmeiðsli og var líðan hans þokkaleg í fyrstu, en tók að versna. Eftir hátt í klukkustundar leit að sjúkrahúsi, eftir að hafa haft samband við fjórtán sjúkrahús, fannst eitt sem tilbúið var að taka við manninum, en þegar þangað var komið var um seinan og maðurinn lést skömmu eftir komuna þangað. Talið er afar sennilegt að maðurinn hefði komist af hefði hann fengið sjúkrahúsvist fyrr en raun varð. Þær ástæður sem voru gefnar á öðrum sjúkrahúsum voru þær að sérfræðingar voru ekki tiltækir, tæki skorti, sjúkrarúm öll upptekin eða skortur var á starfsfólki. Dauði mannsins hefur orðið til þess að borgaryfirvöld í Itami hafa gefið út tilskipun um að sjúkraflutningamenn samræmi betur aðgerðir sínar við neyðarlínuna þannig að ekki taki lengri tíma en 15 mínútur að finna sjúkrahús. En slíkt kemur líklega of seint fyrir gamla manninn.

Japanskir sjúkraflutningamenn að störfum en tengjast ekki fréttinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir