Stríðsþoka

Mynd: bifsniff.com

Núna þegar loftárásir eru hafnar á Líbýu og, stríðsþokan leggst yfir landið, kemur en og aftur í ljós að í stríðsátökum er sannleikurinn ávalt fyrsta fórnarlambið. Ómögulegt er að vita nákvæmlega hvað er satt og rétt og hvað ekki. Gaddafí er þó nokkuð auð lesinn þar sem gera má ráð fyrir að ekkert sem frá honum kemur sé satt. Af fenginni reynslu síðustu áratuga virðist sem svo að maðurinn sé krónískur lygari. Ekki er langt síðan hann fékk Abdelbaset al-Megrahi lausann úr haldi en hann hafði setið í fangelsi í Skotlandi fyrir Lockerbie-sprengjutilræðið árið 1988. Þá lofaði hann breskum stjórnvöldum því að honum yrði ekki fagnað við komuna til Líbýu en annað kom á daginn og sannkölluð þjóðhátíðar stemming ríkti í Trípolí. 

Hverju á þá að trúa fyrst ekki er hægt að trúa Gaddafí? Á maður að trúa öllu sem kemur frá uppreisnarmönnum? Líklega ekki, en þó eru fréttir þaðan mun trúverðugri  þar sem fréttamenn virðast fá mun meira svigrúm, þó lítið sé, á svæðum undir stjórn uppreisnarmanna. Við höfum séð hannaðar samkomur í Trípolí þar sem fylgismenn einræðisherrans dansa og fagna foringjanum en í öllum tilfellum er fréttamönnum sérstaklega beint þangað. Einnig koma þaðan myndir af særðum sem sagðir eru óbreyttir borgarar sem lent hafi í árásum bandamanna. Allt eru þetta karlmenn og einn er sagður hafa verið með súrefnisgrímuna öfugt á sér. Taka verður fram að ég er enginn sérfræðingur í súrefnisgrímum en það væri svosem í anda innikróaðra einræðisherra að reyna eitthvað svona.

Líklega fáum við ekki að vita fyrr en yfir lýkur hvað hefur átt sér stað í raun og veru. Eitt er víst að Gaddafí er líklegur til alls og það verður fróðlegt að sjá hverju hann tekur uppá næst í því PR-stríði sem ríkir samhliða hinum eiginlegu átökum.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir