Stuðlum við að velferð barna okkar?

Lífsstíll
Hreyfingarleysi barna hefur aukist undanfarinn ár og í kjölfarið hefur meðalþyngd barna hækkað.

Feit börn eru líklegri að fá áunna sykursýki en börn í kjörþyngd, meiri líkur eru á því að þau lendi í einelti. Einstaklingar sem eru feitir sem börn eru líklegri til að vera feitir á fullorðinsárum. Lífsgæði feitra einstaklinga eru lakari en hinna sem eru í kjörþyngd. Sjálfsánægja er lakari, heilsa er verri og lífslíkur minni.

Börn í dag horfa mikið meira á sjónvarp en foreldrar þeirra gerðu þegar þeir voru börn og eru mun þyngri. Við vitum hvað það er sem gerir börnin feitari en samt fá börnin að horfa og horfa. Þetta vita auglýsendur og vita hvar þeir eiga að ná til barnanna. Við sjónvarpsáhorfið bætist síðan síaukin tölvunotkun.

Nýleg könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir menntamálaráðuneytið kom í ljós að 50% auglýsinga í kringum barnatíma hjá RÚV væri fyrir sælgæti og skyndibita en 25% hjá Stöð 2. Börn sem horfa á sjónvarp í meira en tvo tíma á dag snemma á lífsleiðinni geta átt von á að þjást af einbeitingarörðuleikum á fullorðinsárum. Einbeitingarerfiðleikar hjá báðum kynjum hafa aukist um 40% hjá þeim sem horfa langtímum á sjónvarp og er það alveg óháð hvort fólk hafi þjáðst af ofvirkni eða athyglisbresti. Viljum við börnum okkar þetta. Barnaverndaryfirvöld grípa inn í ef að þau komast að því að foreldrar skerði lífsgæði barna sinna það mikið að það valdi börnunum skaða. Ef að foreldri verður uppvíst að því að lemja barnið sitt eða senda það illa til haft í skólann getur komið til kasta barnarvendaryfirvalda. Hvort veldur meiri skaða til frambúðar kaldir fingur, nokkrir löðrungar eða offita og athyglisbrestur?

Mynd:http://eyjan.is/files/2007/09/feitir-strakar.jpg


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir