Styttist í opnun Hlíðarfjalls

mynd: hlidarfjall.is

Það styttist óðum í að hlíðarfjall opni en áætluð dagsetning er 3 desember. Frá þessu greinir Ruv. Hlíðarfjall er ekki eina fjallið sem mun opna á næstunni en stefnt er á að opna skíðasvæði Ísafjarðar 1 desember og skíðasvæði Tindastóls 4 desember. Eins ætla Siglfirðingar að opna skíðasvæði sitt 5 desember.
Sunnlendingar þurfa ekki að örvænta því Bláfjöll og Skálafell opnar einnig í næstu viku, 3 desember. 

Það er því kominn tími á að leita í geymslunni eftir skíðadótinu og dusta rykið af skíðahæfileikunum! 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir