Styttist í bardaga Gunnars í London

Gunnar ásamt Akhmedow

Gunnar Nelson undirbýr sig fyrir bardagann í London 8 mars næstkomandi. þar mun hann mæta rússneska bardagamanninum Omari Akhmedow. Samkvæmt síðum UFC  er Omari með tólf sigra og sex af þeim eru rothögg.

Gunnar Nelson  er fæddur á Akureyri en ólst upp í Reykjavík. Gunnar hefur verið mikill íþróttamaður frá blautu barnsbeini, hann hefur meðal annars stundað fótbolta og íshokkí. Frá því hann var 16 ára hafa bardaga íþróttir heillað hann mikið og má segja að ferill hans sem bardagamanns hafi byrjað þegar fór að æfa karate. Eftir að hafa byrjað að fikta við MMA og BJJ þá var ekki aftur snúið, hann lét karate ferilinn á hilluna en þó svo hann æfði ekki karate íþróttina sem slíka var það gott veganesti fyrir hann sem bardagamann í einni erfiðustu og vinsælustu í þrótt heims.

 

Bardagi Gunnars sem mun fara fram í London verður  þriðji bardagi hans í UFC. Stífar æfingar mun einkenna líf bardagakappans þangað til í mars og samkvæmt Haraldi umboðsmanni og föður Gunnars segir hann að æfingar munu fara fram að mestu leiti hérna heima á Íslandi og munu þeir fá einhverjar heimsóknir frá bardagamönnum og þjálfurum frá Írlandi. Hluti æfinga mun samt sem áður fara fram í öðrum löndum og helst þá Írlandi. 


Gunnar þurfti að hætta við keppni þann 25. maí vegna meiðsla, í ljós kom að hann hafi rifið liðþófa í hné. Ekki eru þetta eina slysið sem Gunnar hefur þurft að glíma við nýlega heldur var sagt  frá í fréttum að hann og æfinga félagi hans höfðu lent í bílslysi í Október við Þjórsárdalsveg í Gnúpverjahreppi. En miðað við frásagnir Gunnars við fréttamiðla urðu ekki mikil meiðsl á þeim félögum.


 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir