Styttist í mottubođiđ í Hofi á Akureyri

Ţér er bođiđ á mottubođ í Hofi annađ kvöld

Hugmyndin á bakvið boðið er að geta styrkt fjárhæð beint til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis, það er mun persónulegra að gefa eitthvað af sér þegar maður veit hvert peningurinn fer segir Kristinn Jakobsson matreiðslumeistari.

Krabbameinsfélagið mun nota peninginn til að greiða niður kostnað fyrir þá sem þurfa að fara í krabbameins meðferð suður til Reykjavíkur.

Hugmyndin kviknaði meðal meðlima í klúbbi matreiðslumeistara á Norðurlandi á fundi síðastliðinn nóvember. Það var síðan í janúar að það varð stofnuð sex manna nefnd úr klúbbnum sem hefur haft umsjón með undirbúningnum af mottuboðinu. Stemningin er góð innan klúbbsins fyrir kvöldinu og segir Kristinn að þeir lofi góðum mat og flottum skemmtiatriðum. Í upphafi var hugsun hjá þeim að hafa boðið bara fyrir karla en vill hann þó ítreka það að boðið er fyrir alla því málefnið snertir líka konur og fjölskyldur þeirra sem fá krabbamein.

Mottuboðið verður haldið í menningarhúsinu Hofi, annað kvöld klukkan 20:00 til styrktar Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis, miða er hægt að nálgast á menningarhus.is og í Hofi. Fyrir þá sem vilja styrkja málefnið er bent á styrktarreikning fyrir Krabbameinsfélag Akureyrar

Bankanúmer: 302- 13 -0301557, Kennitala: 520281 0109

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir