Styttist í opnun Hlíðarfjalls

Framleitt er af miklum krafti þessa daganna til að halda áætlun. Mynd: www.akureyri.is

Fólk getur farið að taka skíðin úr geymslunni og gert þau klár fyrir veturinn því nú styttist óðum í opnun Hlíðarfjalls.

Snjóframleiðsla hófst í Hlíðarfjalli 24. október síðastliðinn og hafa menn unnið hörðum höndum við að gera fjallið tilbúið fyrir veturinn. Þó að mikið fannfergi sé í bænum og nágrenni hans eftir fárviður í síðustu viku að þá settist ekki eins mikill snjór í fjallið og búist hafði verið við. Þrátt fyrir það halda menn ótrauðir áfram og er stefnan enn sett á að opna fjallið 1. desember næstkomandi. Má því búast við margmenni í fjallinu fyrstu helgina í desember, eða nánar tiltekið eftir 21 dag.

Fólk getur því enn haldið í vonina um að komast á skíði um jólinn, en það hefur verið hefð á mörgum heimilum Akureyrarbæjar. Hægt er að fylgjast með niðurtalningu í opnun fjalsins á heimasíðu Hlíðarfjalls HÉR.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir