Sýnum tillitsemi í umferđinni

Þegar ég var í ökutímum man ég vel eftir því hversu harður ökukennarinn var á því að stoppa ætti alltaf við gangbrautir og gangbrautarljós. Gangandi vegfarendur ættu forgang, alltaf.

Undanfarna mánuði hef ég verið að fylgjast með hegðun ökumanna við þessar aðstæður og þá sérstaklega á morgnanna. Á hverjum degi þarf ég að keyra þvert í gegnum bæinn fram og til baka og á þessum tíma er mikil umferð bæði bílar og gangandi eða hjólandi vegfarendur. 

Í alltof mörgum tilfellum stoppar fólk ekki á gangbraut þar sem ekki eru ljós né gangbrautavörður. Oft eru þetta mjög ungi krakkar á leið í skólan og þurfa að bíða heillengi eftir því að komast yfir gangbrautina.  Og alltof oft stoppar einn bíll og barnið fer af stað en hinu meginn frá kemur bíll á fljúgandi siglingu, stoppar ekki en er með því búin að skapa mikla slysahættu, þar sem barnið er úti á miði gangbraut.

Hver er ástæðan fyrir þessu, er þetta virkilega hluti af þessu hraða lífi sem við lifum öll í dag, við höfum ekki tíma til að stoppa bílinn í nokkrar mínútur? Brunum frekar áfram og eigum á hættu að keyra einhvern niður?

En það er ekki bara við ökumenna að sakast, á þessum ferðum mínum keyri ég alltaf eftir Þingvallarstræti þar sem eru gangbrautarljós og gangbrautavörður á hverjum morgni. Aftur og aftur verð ég vitni af því að börn hlaupa yfir götuna sitthvoru megin við ljósin. Það skapar ekki síður slysahættu en þegar ökumenn stoppa ekki. Því í flestum til vikum eru þessi einstaklingar ekki með endurskinsmerki og því erfitt að sjá þá í myrkrinu.  

Sýnum skynsemi stoppum við gangbrautir, notum gangbrautir og brýnum fyrir börnum okkar að gera það sama. Umferðaröryggi skapast ef við tökum öll þátt í því alltaf, ekki bara sumir og stundum.

 

 

Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir