Flýtilyklar
Aukinn vöðvamassi eykur lífslíkur
Rannsóknin er gefin út af bandaríska tímaritinu um læknisfræði og stjórnuð af Dr. Preethi Srikanthan, aðstoðar prófessor við UCLA háskólann.
Srikanthan segir sjálfur að til séu engin gullviðmið hvað varðar mælingar á líkamssamsetningu. Mjög margar rannsóknir leggja áherslu á BMI og bendir þessi nýja rannsókn á mikilvægi þess að finna aðrar leiðir til að mæla líkamssamsetningu frekar en að reiða sig á BMI einu sér þegar verið er að veita ráðgjöf til eldri einstaklinga um forvarnir.
Í þessari rannsókn var líkamssamsetning mæld með því að nota rafmagns og viðnámsmælingar. Þá var rafmagni leitt í gegnum líkama einstaklingsins. Vöðvar hleypa rafmagn greiðara í gegnum sig en fita, vegna vatnsmagns. Úr þessum upplýsingum var vöðvamassavísitala búin til.
Niðurstöður leiddu í ljós að dauði af öllum völdum var lægri meðal þeirra sem voru í fjórða fjórðungshluta vöðvamassavísitölu í samanburði við þá sem voru í fyrsta fjórðungshluta.
Í öðum orðum, því hærra hlutfall vöðva því lægri líkur voru á dauða.
Í stað þess að hafa áhyggjur af þyngdinni þinni eða BMI, ættum við að huga að því að reyna að auka við og halda í vöðvamassa.
Auðvitað hefur rannsóknin sínar takmarkanir. Í fyrsta lagi má ekki áætla orsök og afleiðingu en það má fullyrða að vöðvamassi virðist mikilvægur þáttur til að spá fyrir um dánarlíkur.
Heimild
http://www.sciencedaily.com/releases/2014/03/140314095102.htm
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
Athugasemdir