Eru allir facebook leikir gabb?

Mynd tekin af google.
Ég þoli ekki feisbúkkleiki sem spamma vegginn minn þegar fólk tapar sér í að freista gæfunni og vona það besta. En í febrúar síðastliðnum tók ég í fyrsta skipti þátt í einum sem mér fannst þess virði að spamma feisbúkk fyrir. Og hey, ég vann Óskaskrín frá http://www.oskaskrin.is 

Innifalið í óskaskríninu var út að borða fyrir tvo, frá þriggja rétta til fimm rétta máltíðir á um fimmtán stöðum víðs vegar um landið. Vandinn verður einna helst að velja einn stað af öllum! 

Eftir að hafa fengið vinninginn í hendurnar, ákvað ég að prófa aftur þegar annar leikur hófst sem mér þótti þess virði - að þessu sinni var það leikur hjá Brugghúsbarnum á Akureyri, og var hægt að vinna 10 tíma bjórkort, og hver vill það ekki!? Og viti menn, ég vann aftur! 

Í þriðja skiptið sem ég ákvað að taka þátt í feisbúkkleik, var það leikur á vegum Hrím hönnunarhúss - sem ætlaði að gefa Lomography myndavél, sem mig var búið að langa í lengi. Og, ég vann aftur! 

Lukkuganga mín er nú reyndar á enda, en stóð yfir í tvo mánuði og skilaði mér ágætis árangri! Get ekki kvartað - en mikið óskaplega læt ég það samt angra mig þegar fólk póstar endalaust einhverjum leikjum.  

... þar til ég geri það næst allavega. 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir