Facebook tilkynnir kaup á Instagram

Í dag tilkynnti Facebook  að fyrirtækið hefði keypt Instagram, en það er vinsælt mynddeiliforrit fyrir snjallsíma.

Annar stofnenda Facebook, Mark Zuckerberg, sagði að markmið þeirra hafi lengi verið að gera fólki auðveldara að deila myndum. „Nú getum við unnið enn nánar með Instagram-teyminu til að bjóða það besta við miðlun fallegra mynda,“ sagði Zuckerberg.

Zuckerberg sagði þessi kaup vera mikilvægan áfanga í sögu Facebook þar sem þetta er í fyrsta skiptið sem þeir kaupi fyrirtæki með svo marga notendur, en forritið kostaði þá 1 milljarð dollara. Yfir 27 milljónir notenda hafa sótt Instagram smáforritið fyrir iPhone, iPad og iPod touch frá Apple, síðan Instagram kom fyrst á markað seint á árinu 2010. Kevin Systrom, annar stofnenda Instagram, sagði frá þessu í síðasta mánuði, þegar vinna við útgáfu Instagram fyrir Android síma var kynnt.

Þess má geta að Apple valdi Instagram sem smáforrit ársins 2011.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir