Gervisćtur geta aukiđ líkur á lífstílssjúkdómum

Niđurstöđur nýrrar rannsóknar sem birt hefur veriđ í vísindatímaritinu Nature benda til ţess ađ gervisćtur geti haft slćm áhrif á heilsu fólks. Í rannsókninni eru skođuđ áhrif sakkaríns, súkralósa og aspartams á líkamann en rannsóknin sýndi fram á ađ neysla ţessara efna geti haft í för međ sér töluverđa hćkkun á blóđsykri öfugt viđ ţađ sem áđur hefur veriđ taliđ.

Niđurstöđur rannsóknarinnar hafa vakiđ mikla athygli, en rannsóknin leiddi í ljós ađ neysla gervisćtu eykur glúkósaóţol í ţörmum sem svo getur leitt til hćkkunar á blóđsykri. Ţessi efni geta ţví valdiđ breytingum á bakteríuflóru ţarmanna sem og efnaskiptum líkamans. Um 400 manns tóku ţátt í rannsókninni auk ţess sem hún var einnig gerđ á músum. Niđurstöđurnar sýndu svipuđ áhrif gervisćtu á líkama músa og manna.

Lífstílstengdir sjúkdómar á borđ viđ offitu og sykursýki 2 eru stór ógn viđ heilsufar fólks á vesturlöndum og hefur sjónum veriđ beint ađ sykri sem sökudólgi í ţessu sambandi. Almenningur sem og matvćlaframleiđendur hafa ţví litiđ til gervisćta á borđ viđ ţessar sem rannsóknin nćr til og hefur neysla ţeirra aukist töluvert síđustu ár. Sérstaklega hefur neysla sykurlausra gosdrykkja sem innihalda ţessi efni aukist.

Niđurstöđur ţessara rannsóknar ţykja ţví mjög áhugaverđar ţví ţćr ganga í berhögg viđ ţađ sem hingađ til hefur veriđ haldiđ fram. Ţessi efni hafa hingađ til veriđ talin skađlaus og hefur Evrópusambandiđ međal annars gefiđ út yfirlýsingar um skađleysi ţeirra. Ólíklegt er ţó ađ breytingar verđi gerđar á manneldisráđleggingum í kjölfar ţessarar rannsóknar, fleiri rannsóknir ţarf til sem styđja ţessa niđurstöđu áđur en ţađ er gert. 

Greinin á vef Nature:http://www.nature.com/nature/journal/vaop/ncurrent/full/nature13793.html


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir