Flýtilyklar
Gjörhygli er til heilsubóta
Orðið gjörhygli má nota til að lýsa sálfræðilegum eiginleika, og það að stunda gjörhygli má lýsa sem vitund eða sálfræðilegu ferli. Í raun er gjörhygli eins konar andstæða hvatvísis og tengd við hæfileikann til að sniðganga skipanir eigin hugsana, tilfinninga og hegðunar til að lifa í samræmi við markmið, kröfur, reglur og staðla.
Einingar gjörhygli, einkum athygli og fordómalausa viðtöku hverrar stundar, eru álitin verka gegn algengni sálfræðilegrar vanlíðunar eins og kvíði, áhyggjur, hræðsla, reiði o.fl. Margir glíma oft á tíðum við þessa vanlíðan á óuppbyggilegann hátt með aðferðum eins og með forðun, bælingu eða yfirþátttöku í eigin hugsun og tilfinningum sem valda vanlíðan.
Einstaklingar sem hugleiða búa yfir meiri gjörhygli, sjálfs samkennd og almennri velferð, sem og lægri tíðni sálarmeina. Þessi eiginleiki, að sýna gjörhygli, tengist hærri lífsánægju, samviskusemi, orku, sjálfsáliti, samkennd, sjálfstæði, og bjartsýni. Neikvætt fylgi er milli gjörhygli og þunglyndi, taugaveiklun, að vera utan við sig, hugrofseinkenni, grufli, félagsfælni, erfiðleika við tilfinningastjórnun, markvissa forðun, vanhæfni til að lýsa tilfinningum, styrkleika ranghugmynda við geðrof, og öðrum sálsýkiseinkennum. Gjörhygli hefur ekki eingöngu áhrif á andlega heilsu heldur hefur það einnig áhrif á heilann.
Heimildir
http://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0191886911005058http://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S0191886914001159
http://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S027273581100081X
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
Athugasemdir